30.8.2011 | 23:21
Hornafjörður - Jökulsárlón - Hafnarfjörður
Já, gott og blessað kvöldið!
Nú er aðeins sólarhringur í ferðalagið mikla en samt eru ferðalangar alls ekki farnir að gera sér grein fyrir því að það sé bara komið að þessu! Ferðalagið byrjaði þó síðustu helgi þar sem við eyddum tveimur dögum á Hornafirði þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað. Það var farið í göngutúr, sund (auðvitað var farið í Humarinn), grillaðir hambós, skálað í hvítvín, bakaðar pizzur, farið á frábæra flugeldasýningu og sveitaball. Dvölinni lauk svo að sjálfsögðu í Hafnarbúðinni :)
Förinni var næst heitið í Hafnarfjörðinn þar sem við erum búin að vera í góðu yfirlæti hjá Tóta frænda (okkar allra sko!) og co. í íbúð sem þau eiga. Síðustu dagar hafa farið í það að redda hlutum sem átti eftir að redda, vonandi erum við ekki að gleyma neinu, við allavega höldum að þetta sé bara allt komið ;) Annars erum við búin að fara á Fabrikkuna, Agnes og Pálína eru búnar að hitta gömlu bekkjarfélaga sína, Agnes og Jonni sáu loksins Harry Potter og Höddi fór á skotsvæði að skjóta leirdúfur þannig við erum öll búin að hafa það rosalega gott í höfuðborginni :) Pálína er bara búin að týna veskinu sínu einu sinni og það hjá Sýslumanninum í Kópavogi þannig hún gat varla valið betri stað ;) Við ætlum að telja hversu oft hún týnir veskinu sínu í ferðalaginu!
Hambós og hvítvín á Kirkjubrautinni

Flugeldasýning við Jökulsárlón

Íbúar Sólheima að horfa á flugeldasýningu (ofursáttar með lífið)!

Kveðja,
Agnes, Pálína, Jonni og Höddi
Athugasemdir
Hahaha "íbúar sólheima" :D
btw ég verð tíður gestur (fínt að hafa e-ð að lesa á milli fyrirlestra) :P
Ragna Fanney (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:40
Jibbí hlakka til að geta lesið ferðapósta frá ykkir í vetur :D btw veit að það á að vera geggjað veður í París í dag og næstu daga. Á meðan er haustrigningin bara í fullum gangi hér :)
Eva Björk (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:56
Kvitt
(Hver er summan af átta og sautján? Hvurslags eiginlega trivial er þetta?)
Pálmi B. (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 15:24
Góða ferð enn og aftur kæru ferðalangar og passið ykkur á bófunum :) knús og kram
Salný sys. (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 21:07
Sael oll somul. Erum komin til Spanar eftir goda daga i Paris. Bloggum tegar vid voknum a morgunn.
Ferdalangar (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 23:13
Glæsilegt! :) ..hlakka til að heyra hvað þið eruð búin að vera að bardúsa! :)
Harpa Rún (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.